Greinar
og sögur / Articles and stories
|
Grein
mánaðarins í september 2006
|
Gerðu heimilið kattvænt! 10
aðgerðir til að gera heimilið þitt kattvænt
1.Reykingar
bannaðar! Sígarettureykur drepur. Sýnið varúð! Sú einfalda aðgerð að sjá til þess að enginn í fjölskyldunni reyki getur gert krafaverk fyrir heilsu kattarins þíns og auðvitað fyrir heilsu fjölskyldunnar líka. Það eru yfir 3000 krabbameinsvaldandi efni í sígarettureyk! 2.
Lagfærið glugga og áklæði 3.
Umhirða sandkassa 4.
Verið svöl! Sólið ykkur! Þú veist hversu mikið kötturinn þinn elskar að slappa af í sólinni. Útbúðu stað þar sem þú og kötturinn þinn getið notið ykkar í sólríkum hluta húsins.. Þegar lítið sést til sólar eru leiðir til að skapa sömu tilfinningu og hún skapar. Hafið hita á ofnunum og dragið frá gluggunum á meðan dagsljós nýtur, hleypið ljósi inn og hafið vel volgt. 5.
Kannaðu hvort blómin þín séu örugg!
6.
Skordýraeitur er slæmt fyrir ketti! 7.
Varist flagnandi gifs og málningu 8.
Varist að nota ilmúða Örugg leið til að fríska uppá loftið er að nota ilmjurtir í skál eins og þurrkaður appelsínubörkur, rósablöð, þurrkuð blóm og sandelvið. 9.
Notið kattavænar hurðir 10.
Haldið heimilinu hreinu Dr.Laxmi Iyer, þýtt og staðfært af Vilmu Kristínu Guðjónsdóttur |
Grein mánaðarins
í ágúst 2006
|
Að
rækta dýr
Ræktunardýrin sem þú velur þér eru grundvöllur ræktunar þinnar. Þannig að þú vilt eiga góð ræktunardýr. En hvernig finnur þú það þau? Og hvað eru góð ræktunardýr? Leitin að góðum ræktunardýrum hefst með leit að góðum ræktanda. En það kallar á sömu spurningar og hér að ofan: hvar finnurðu góðan n ræktanda og hvað einkennir góðan n ræktanda? Það eru engin klár einföld svör við þessu. Sá sem einn telur góðan ræktanda getur verið dæmdur slæmur af öðrum. En það sem þú ættir að upplifa gagnvart ræktanda er góð tilfinning! Taktu þér tíma í að kynnast ræktandanum. Heimsóttu Heimsæktu hann nokkrum sinnum (gefur þér möguleika á að sjá kettlingana nokkrum sinnum, það er alltaf skemmtilegt!) og talaðu við hann (hana). Hverjar eru skoðanir hans á prófunum gagnvart sjúkdómum, á ræktun og öllu sem því viðkemur, hvernig fer um kettina heima hjá honum. Hvað finnst honum um að þú viljir eignast ræktunarkött? (Athugið: Ekki vilja allir ræktendur leyfa hverjum sem er að rækta undan köttunum sínum. Talaðu um þetta áður en þú kaupir kettling). Ef ykkur líkar vel við hvort annað þá er það góð byrjun. Þið þurfið ekkert að vera sálufélagar, en ef þið hafið svipaðar skoðanir er það í rétta átt. Ef ræktandinn vill gera samning, biddu þá um að fá samninginn með þér heim til að lesa yfir. Í næstu heimsókn geturðu beðið um útskýringar og rætt samninginn. Þú þarft að kynna þér ættir kattana sem ræktandinn notar og hvort um sé að ræða skyldleikaræktun. Biddum um aðgang að ættbókum og ræddu við ræktandann um ættirnar. Kynntu þér sýningarúrslit katta ræktandans, titla og hvernig kettlingum frá ræktandum hefur gengið á sýningum. Það er einnig hægt að spyrja aðra ræktendur um þeirra skoðun á ræktandanum sem þú heimsóttir. En leitaðu álits hjá nokkrum því einn gæti verið ósammála “þínum” ræktanda og því gefið slæma umsögn. Spurðu helst 3 eða 4 um þeirra skoðun. Ef þeir hafa allir það sama að segja þá veistu að sögurnar eru sennilega sannar. Jafnframt mun góður ræktandi líka leita meðmæla! Ekki taka nærri þér ef það kemur í ljós að hann hafi spurst fyrir um þig. Ræktandinn vill bara athuga hvort þú hafir ekki komið heiðarlega fram. Þá getur einnig verið að ræktandinn yfirheyri þig þegar þú ert í heimsókn. Hverjar eru þínar skoðanir um ræktun, hvað þú veist um ræktun, gæti jafnvel spurt um þekkingu þína á erfðafræði, sjúkdómum, uppeldi kettlinga o.sv.fr. Sumir ræktendur gæti geta látið þér líða eins og þú værir undir smásjá spænka rannóknarréttarins. En á sama hátt og þú vilt vita hvort þú ert að kaupa af ábyrgum og einlægum ræktanda, vill slíkur ræktandi vita hvort hann sé að selja ræktunarkettling til einhvers sem seinna verður ábyrgur og einlægur. LokavaliðAllt í lagi, þú finnur góðann ræktanda og vilt kaupa kettling af honum. Þá vaknar spurningin: hvaða kettling viltu? Skoðaðu kettina sem ræktandinn hefur og ákveddu undan hvaða ketti (eða köttum) þú vilt fá. Það þýðir ekki að þetti verði á endanum kettlingurinn sem þú færð... ræktandinn hefur sín ræktunaráfrom, og saman þurfið þið að ákveða hvort áform ykkar passa saman. Það þarf samt ekki að vera ókostur þó áform ykkar passi ekki saman, Ef það er ekki þannig gæti það jafnvel verið kostur fyrir þig : kannski hefur ræktandi betri áform fyrir þig. Þá gæti líka verið að ræktandanum hafi litist vel á áform þín. Allavega sést að þú hafir hugsað um hvað þú vilt. Möguleikar Möguleikar á einkennum til að velja úr er u breytilegir og mismun d an d i. Það er breytilegt eftir persónum, en einnig eftir tegundum. Ef þú vilt tegund eins og Maine Coon eða Norska skógarketti, þá er mögulegt að hafa óskir um ákveðinn lit ofan á annað sem hægt er að velja um. En ef þú vilt Russian Blue er litur nokkuð sem er ekki hægt að velja um. Það sem getur haft áhrif á alla er: hvaða ættir eru á bak við ketti sem þegar eru fyrir á svæðinu og hvers konar ræktendur. Þú þarft að starfa með öðrum rækendum reglulega til að komast í átt að ræktunarmarkmiðum þínum. Þú þarft að kaupa ketti frá öðrum ræktendum eða para við fressketti annars ræktanda. Ef þú kaupir kött sem er skyldur köttunum sem þegar eru á þínu svæði finnurðu ekki auðveldlega félaga handa honum. Að lokum: Ekki taka ákvörðu í flýti. Ef allt gengur upp mun þessi kettlingur vera grunnurinn af ræktun þinni. Það er þess vegna sem þú þarft að leita að allra besta kettlingnum sem mögulegt er að fá. Það er alveg ástæða til að bíða eftir réttum kettlingi, jafnvel í hálft til eitt ár, er það ekki? Þú getur notað tímann þangað til til að læra meira um tegundina og allt sem tengist ræktun. |
Grein
mánaðarins í maí 2006
|
Of þungir og akfeitir kettir ? Smellið hér fyrir grein. |
Grein
mánaðarins í mars 2006
|
Genaformúlur
fyrir liti. Í erfðafræðinni eru bókstafir og tölur notuð til að lýsa hinum margvíslegu eiginleikum sem genin hafa. Ríkjandi erfðir eru táknaðar með stórum staf t.d. A og víkjandi erfðir með litlum staf t.d. a . Ríkjandi gen sést á kettinum en víkjandi gen getur hann borið án þess að það sjáist. Til að víkjandi gen verði sýnilegt þarf afkvæmi að fá það frá báðum foreldrum. Möguleikar á parasamsetningu sama bókstafs eru þrír tökum sem dæmi A (bröndur) og a (ekki bröndur). AA = tveir ríkjandi þættir og kötturinn kallast arfhreinn fyrir þeim eiginleika sem A stendur fyrir. Kötturinn er sýnilega bröndóttur og getur bara átt bröndótta ketti. Aa = einn ríkjandi og einn víkjandi þáttur, kötturinn kallast arfblendinn fyrir A eiginleikum. Kötturinn er sýnilega bröndóttur, en getur gefið ekki bröndótt á móti öðrum ketti með lítið a í sinni genaformúlu. aa = tveir víkjandi þættir, kötturinn kallast arfhreinn fyrir þeim eiginleika sem a stendur fyrir. Kötturinn er ekki bröndóttur, en getur átt bröndóttan kött á móti öðrum ketti með AA eða Aa í sinni genaformúlu. Þar sem stór bókstafur táknar ríkjandi eiginleika og það er aðeins ríkjandi eiginleikinn sem sést er oft látið nægja að skrifa stóra bókstafinn t.d. A-. Strikið getur þá bæði verið lítið a og stórt A , en hefur ekki áhrif á útlit kattarins. Til að sjá hvort við getum fengið fram víkjandi eiginleika við pörun þurfum við að vita alla genaformúluna og er þá ekki nóg að hafa t.d. bara A- . Tökum smá dæmi: Ég ætla að reyna að fá kött sem hefur ekki bröndur, það þýðir að hann hefur aa í genaformúlu sinni. Hann þarf sem sagt eitt lítið a frá hvoru foreldri. Læðan og fressið sem ég ætla að nota eru bæði bröndótt, sem þýðir að þau hafa AA eða Aa í genaformúlum sínum. Ef annar bröndótti kötturinn minn er AA er vonlaust fyrir mig að fá ekki bröndur úr þessari pörun því annar litningurinn sem afkvæmið fær verður alltaf ríkjandi A . Séu læðan og fressið aftur á móti Aa hef ég möguleika á ekki bröndum þar sem afkvæmin hafa möguleika á litlu a frá báðum foreldrum! Öruggast væri samt að nota kött sem ekki er bröndóttur og hefur því pottþétt aa í sinni genaformúlu og krossa fingur fyrir og vona að hitt foreldrið sé Aa . Þegar
litur eða mynstur er ekki viðurkennt hjá einhverri
tegund tíðkast oft að sleppa því að
skrifa táknin fyrir litinn eða mynstrið í
genaformúluna. Þá skulum við byrja á stafrófinu! A: stjórnar mynstri eða mynsturleysi. A : er ríkjandi og þýðir að kötturinn er bröndóttur (annað gen (T) segir svo til um hvers konar bröndur er að ræða) a : er víkjandi og segir að kötturinn sé ekki bröndóttur. Mögulegar samsetningar eru: AA = bröndóttur köttur Aa = bröndóttur köttur aa = ekki bröndóttur
Hjá öðrum tegundum getum við líka haft b sem er víkjandi gagnvart B og gefur chocolate ketti ( Bb ). Einnig er til b ¹ b ¹ sem gefur cinnamon ketti og er víkjandi bæði gagnvart B og b . Þessir möguleikar finnast ekki hjá norskum skógarköttum. Áður fyrr héldu menn að það væru þessi gen sem væru að framkalla óviðurkennda x liti hjá skógarköttum en annað hefur komið í ljós. Það sem veldur x litunum er svokallaður dilute modifier skammstafað Dm og ætla ég ekki nánar út í þá sálma í bili. Þetta gen hefur bara áhrif á ketti með þynningu ( dd ) en ekki ketti með DD eða Dd í genaformúlunni sinni. C: albínóa genið eins og það er oft kallað. C er ríkjandi og þýðir að kötturinn er í “eðlilegum” lit. Svartur, rauður, blár eða kremaður með eða án hvíts og með eða án mynsturs. Skógarkettir geta bara haft CC . Dæmi um C litninginn hjá öðrum tegund er t.d. cb hjá Burmese köttunum gefur þeim “daufari” lit, og cs hjá síamsköttum sem veldur því að líkaminn er orðinn litlaus og bara leifar af lit á andliti og skotti. Albínóar með rauð augu hafa cc í genaformúlu sinni. D: Þynningin. D er ríkjandi og þýðir að kötturinn er annað hvort svartur eða rauður . d er víkjandi og veldur því að köttur verður blár (þynning á svörtu) eða krem (þynning á rauðu). DD = köttur er svartur eða rauður og ber ekki þynningu Dd = köttur er annaðhvort svartur eða rauður og ber þynningu dd = köttur er blár, kremaður. Þar sem þynningar genið er víkjandi þarf það að koma frá báðum foreldrum til að afkvæmi verði blátt eða kremað. Tveir svartir kettir sem báðir bera þynningu geta t.d. átt blátt afkvæmi. I: Silfurgenið, veldur því að hárin verða hvít í rótina. Köttur sem hefur A genið fyrir bröndur og I genið er kallaður silfurbranda , á meðan köttur með aa genið fyrir heillit og I genið er kallaður smoke . I genið er ríkjandi og veldur því að köttur verður hvítur í rótina eða silfraður/smoke eins og við köllum það. i er víkjandi og þýðir að liturinn á kettinum nær alveg inn að skinni. II = kötturinn er silfur eða smoke og ber ekki möguleika á öðru. Ii = kötturinn er silfur eða smoke en getur átt afkvæmi sem eru ekki silfur. ii = kötturinn er ekki silfur og getur ekki gefið silfur nema á móti Ii eða II ketti. O: eða rauða genið. Erfist kynbundið með X litningi læðunnar. Ætla ekki að fara nánar út í kynbundnar erfðir hér, þær eru sennilega efni í nýja grein einhvern tímann seinna. En kynbundnar erfðir skýra hvernig stendur á því aðeins læður geta verið tortie og rauð læða þarf að fá rautt frá báðum foreldrum en ekki rautt fress. O er ríkjandi og þýðir að kötturinn er rauður og o er víkjandi og þýðir að kötturinn er ekki rauður. O genið fjarlægir litarefnin fyrir svörtu, svo eftir stendur bara rauður litur . "O", all colors will be converted to orange Rauðagenið “hylur” líka aa genið sem gerir kött heillitan þannig að allir rauðir kettir eru í eðli sínu tabby. Stundum virðist rauður köttur vera heillitur án mynsturs, þá hefur ekki heppnast nógu vel að “hylja” aa genið. Rauður köttur getur því verið AA , Aa eða aa en lítur alltaf út fyrir að vera bröndóttur. Dæmi um samsetningu. OO = rauð læða O = rautt fress (hefur aðeins eitt O vegna kynbundnu erfðanna) Oo =tortie læða oo = ekki rauð læða o = ekki rautt fress S: Spotted eða flekkóttur. S genið sem gefur kettinum hvíta flekki er ríkjandi en s sem gerir að kötturinn er án hvíts er víkjandi . Mögulegar samsetningar: SS = köttur með mikið hvítu Ss = köttur með lítið af hvítu ss = köttur með engu hvítu. T: er genið fyrir tabbymynstri og segir til um hvers konar mynstur kötturinn hefur. Hjá skógarköttunum höfum við ekki farið út í nákvæmar skilgreiningar á mynstrinu, bara skilgreint hvort köttur er klassísk-, tígur- eða doppubranda. Til að það komi í ljós hvers konar bröndur kötturinn hefur verður hann að hafa AA eða Aa sem er genið sem segir til um hvort köttur sé yfirhöfuð bröndóttur eða ekki. W. hvíti liturinn W er ríkjandi og köttur þarf því bara W frá öðru foreldri til að verða hvítur. Hvíti liturinn hylur alla aðra liti sem kötturinn hefur. Athugið samt að genaformúla breytist ekki þannig að hvítur köttur getur borið með sér öll litaafbrigði og gefið áfram til afkvæma sinna ef parað er á móti ekki hvítum ketti. WW = kötturinn er hvítur Ww = kötturinn er hvítur ww = kötturinn er ekki hvítur Áslaug Sturlaugsdóttir |
Grein
mánaðarins í janúar 2006
|
Grein
mánaðarins í desember 2005
|
Tólf
hættur jóla
Jafnvel saklausustu aðstæðu geta skapað vandamál. Jólatré gegna yfirleitt mikilvægu hlutverki um jólin, en þau eru ekki örugg fyrir ketti – best að horfa á þau úr fjarlægð. Það getur því verið góð hugmynd að skilja köttinn ekki eftir einan í herbergi með jólatrénu. Fyrsta hætta Seríur á jólatrjám Það er þekkt í hinum stóra heimi að kettir eiga það til að þróa með sér áráttu að naga snúrur á seríum. Þessu fylgir mikil hætta á raflosti fyrir köttinn, auk eldhættu í húsinu. Blikkandi ljós og langar snúrur geta verið mikil freisting fyrir slíka ketti. Önnur hætta Lifandi jólatré Lifandi
jólatrjám fylgja barrnálar og kvoða. Það
gæti þurft að draga nálarnar úr loppum og
muni kattarins, og kvoðan getur farið illa með feld hans og
kallað á mikil þrif og snyrtingu. Þriðja hætta Jólaskreytingar
Fjórða hætta Umbúðir af gjöfum Það er best að hafa hafa kettina ekki með þegar verið er að taka utan af jólagjöfunum. Umbúðapappír, einn og sér, er skemmtilegur til að leika í, sérstaklega fyrir líflega kettlinga og slíkur leikur ætti að vera hættulaus. Hinsvegar eru skrautborðarnir mjög hættulegir ef köttur eða kettlingur byrjar að naga slíkt og kyngir: kötturinn á ekki annars kost en að halda áfram að kyngja. Annað dæmi um svipaða hættu er band í kassettum, reyna verður allt til að hindra að allt bandið sé gleypt. Annars getur það flækst í vöndul í maganum eða haldið inní meltingarveginn og valdið sársauka, stíflu og jafnvel skaðað meltingarveginn. Oft er uppskurður eina leiðin til bjargar.
Hættulega jólagjafir! Sjötta hætta Gjafir til ferfættu vinanna Yfirleitt
hugsa kattaeigendur til kisanna sinna þegar kemur að jólagjöfum,
enda eru þeir stór partur af fjölskyldunni. Það
eru til markar gjafir sem eru sérstaklega ætlaðar köttum
– athugið bara fyrst hvort umbúðirnar séu
kattahæfar og ef nauðsynlegt er, felið gjöfina þar
til réttur tími er kominn – sérstaklega ef
hún inniheldur eitthvað ætt. Sjöunda hætta Að afþýða jólamatinn Til að minnka hættu á matareitrun eða sýkingum er mikilvægt að huga að hreinlæti þegar kemur að því að afþýða mat. Ef verið er að afþýða kalkún eða eitthvað annað, skiptir miklu máli að velja “kattheldan” stað til að láta hann afþýðast á í stofuhita. Hálf frosið, óeldað kjöt er eins slæmt fyrir kattamagann eins og okkar. Áttunda hætta Kattamatur Þegar
líður að jólum vilja kattaeigendur oft leyfa kisunum
sínum að njóta hátíðanna líka.
Smá biti af kalkún eða öðru kjöti ætti
að vera í lagi svo framarlega sem kötturinn er ekki með
viðkvæman maga. Hins vegar gæti verið að það
sé ekki eins góð hugmynd að gefa honum mikið
af slíkum mat. Það kemur oft fyrir að fólk
þarf að leita til dýralækna með kettina sína
til að fá ráð þar sem kettirnir hafa uppköst
eða niðurgang eftir jólin. Hafið sérstakan vara
á ykkur við að gefa köttunum reykt kjöt. Níunda hætta Rusl Þar sem oft detta niður ferðir ruslabíla um hátíðirnar, auk þess sem meira rusl safnast upp vegna þess að fólk er meira heima og mikið um gesti, kemur fyrir að rusli er safnað upp. Passa þarf uppá að kettirnir komist ekki í ruslið. Matur sem byrjaður er að rotna, kjöt með beinum, er ekki góð uppskrift að heilsu katta – en er sérstaklega freistandi. Það gæti borgað sig að athuga með opnunartíma Sorpu eða gera aðrar ráðstafanir til að forðast “innbrot” í ruslapokana Tíunda hætta Breytingar á venjum Kettir eru
miklar “vana-skepnur”, líkar vel að hafa sama form
á deginum. Þeim gæti því fundist það
óþægilegt þegar til að byrja með eru
börnin heima en ekki í skóla allan daginn, alla daga
og að auki koma fleiri gestir – sem jafnvel er ekkert vel við
ketti. Hæli frá erlinum er nauðsynlegt, til dæmis
svefnherbergi sem er ekki í skarkalanum. Sumir kettir geta jafnvel
orðið svo miður sín að það gæti
verið góð hugmynd að bóka þá “hótel”
yfir hátíðina. Ellefta hætta Jólaferðalög Jólunum fylgja oft dagsferðir og jafnvel nokkra daga ferðir. Ekki gleyma ferfætlingnum í fjölskyldunni. Ef þú ert að fara í dagsferð, sjáðu þá til þess að köttuinn þinn komist í skjól ef hann er úti, annað hvort í kofa í garðinum eða inní hús í gegnum kattalúgu/glugga. Skiljið eftir nóg af vatni og mat. Það eru jafnvel til tímastilltar skálar sem skammta matinn á ákveðnum tímum. Það ætti ekki að skilja köttinn eftir einan heima yfir nótt eða lengur nema að einhver kíki á hann. Hægt er að biðja vingjarnlegan nágranni, eða jafnvel ábyrgan ungling sem er að vinna sér inn vasapeninga, að heimsækja köttinn til að athuga að ekkert ami að honum. Ef ekki tekst að finna neinn til að fylgjast með honum gæti verið önnur lausn að gefa kettinum jólafrí á “hóteli”, en það þarf að bóka með nokkrum fyrirvara. Tólfta hætta Viðbót við fjölskylduna Á hverju ári eru alltaf einhverjir sem gefa hvolpa eða kettlinga sem gjafir á jólunum. Hafa þarf í huga að dýr sem gefið er sem gjöf þarfnast umhyggju alla daga ársins. Ef barni er gefið dýr í gjöf þarf að tryggja að einhver fullorðinn taki við uppeldi dýrsins ef áhugi barnsins á gæludýrahaldi skyldi hverfa útí loftin blá. Dýr eru ekki eins og mjúk leikföng sem hægt er að losa sig við að geðþótta, heldur dýr með tilfinningar og líf. Að auki þarf að huga að þeim áhrifum sem nýtt dýr getur haft á köttinn sem þegar býr hjá fjölskyldunni. Dýrin sem fyrir eru á heimilinu hafa þegar komið sér upp “goggunarröð”. Nýtt dýr ógnar stöðu hinna og því getur fylgt tímabundin spenna. Þá gæti afbrýðisemi vaknað þegar nýja dýrið virðist fá alla athyglina hjá mönnunum í fjölskyldunni. Það er jafnvel þekkt að móðgaðir kettir hreinlega flytji að heiman! Jólin geta því reynst hættulegur tími fyrir kettina okkar. Hafið því vara á ykkur, þó að flestir dýralæknar hafa sólarhringsvaktir ef eitthvað skyldi koma uppá – þeir geta tekið á móti kettinum þínum í aðgerð eða bara gefið ráð í gegnum síma. Gleðileg jól! |
Grein
mánaðarins í nóvember 2005
|
Er hægt að tengja lit á feldi við skapgerð ? Smellið hér fyrir grein. |
Grein
mánaðarins í október 2005
|
Stress
stuðullinn (Streitu áhrifin)
Til að leysa hegðunarvandamál katta er nauðsynlegt að skilja hvað veldur streitu hjá þeim og hvað úr henni. Stór partur af hegðunarvandamálum er tilkominn vegna streitu, hvort sem vandamálið er klór í húsgögn, of mikill þvottur, árásargirni eða önnur hegðunarvandamál. Þegar köttum er ógnað hafa þeir, líkt og flest önnur spendýr, 4 varnaraðferðir
Ólíkt hundum, velja kettir sjaldan uppgjöf. Gömul varnarviðbrögð eru oft vakin upp að nýju við ógnandi aðstæður, og þess vegna getir verið erfitt að bregðast við með flótta, því að frjósa eða með uppgjöf. Það getur reynst okkur mannfólki erfitt að setja okkur í spor kattarins og skilja hvað veldur steitu hjá honum. Það sem veldur okkur streitu eins og t.d. úrillir yfirmenn, vinnuálag og tölvubilanir er svo ólíkt því sem veldur streitu hjá köttum: Þeirra streituvaldar eru t.d. dýr sem þeir rekast á úti (innrás á þeirra svæði), breyting í umhverfinu (t.d. ný húsgögn, nýtt heimili, ný tegund af kattasandi), breytingar á daglegu lífi, óþekkt lykt (t.d. katta- og hundalykt af fjölskyldumeðlimum), hávaði, skítugur sandkassi, reiði eða fjandsamleg framkoma eiganda, of mikil þrengsli, nýr fjölskyldumeðlimur (fólk eða dýr), fjarvera ákveðins fjölskyldumeðlims og svo framvegis. Það getur jafnvel valdið stressi hjá okkar gáfuðu og viðkvæmu kattarfélugum að búa við leiðindi í stöðnuðum umhverfi. Dýralæknar nota hugtakið stress til að lýsa sálfræðilegum og geðlægum breytingum sem verða í dýrum þegar þau mæta einhverju sem gæti verið ógnandi. Ógnin ýtir af stað atburðarás í taugkerfinu – þeim hluta sem stýrir sjálfkrafa líkamsviðbrögðum svo sem hjartslætti, blóðflæði og öndun. Líkamlegu breytingarnar undirbúa dýrið til að annaðhvort berjast við andstæðinginn eða flýja hann. Til dæmis þenjast sjáöldrin út til að ná að nema eins mikið af sjónrænum upplýsingum og hægt er og örlitlir vöðvar við hársekkina dragast saman þannig að feldur kattarins stendur út. Við það lítur kötturinn út fyrir að vera stærri og vígalegri. Skapsveiflur fylgja oft sálfræðilegum breytingum. Kötturinn getur orðið mjög var um sig og sýnt árásartilburði gagnvart öllu eða öllum sem koma nálægt. Stressviðbrögð geta bjargað lífi katta sem lifa villtir, en innikettir þurfa mjög sjaldan á þeim varnarviðbrögðum að halda sem sjálfræðileg viðbrögð þeirra framkalla. Þegar stressvaldurinn er þekktur (t.d. annar köttur) og búið er að bregðast við þeirri áskorun með annað hvort baráttu eða flótta, víkur óttinn og líkamlegt ástand þeirra snýr aftur í hefðbundið “óstressað” ástand. En þegar kötturinn þekkir ekki uppsprettu óttans (til dæmis vegna tilfallandi hávaða frá gatnavinnumönnum) eða hann getur ekki forðast upptök óttans (t.d.annar köttur sem býr á staðnum) getur óttinn leitt til kvíða... kvíðinn getur orðið krónískur (komið ítrekað eða verið alltaf til staðar). Þar sem innikettir geta hvorki flúið eða mætt upptökum kvíðans, geta þeir ekki losnað við stressið á auðveldan hátt. Kötturinn verður annaðhvort að lifa með stress-viðbrögðunum eða reynt að fá útrás fyrir stressið með hegðun sinni. Hættan á heilsubresti sem og breytingum á hegðunarmunstri er til staðar hjá þeim köttum sem þjáðst af krónískum kvíða. Eitt af því sem bendir til stress í köttum er hátt hlutfall af hormónunum corticosteroid í blóði og/eða í þvagi. Ef stór hluti hormónanna er til staðar í tengslum við krónískt stress getur niðurstaðan orðið veikindi eða jafnvel dauði. |
Grein
mánaðarins í september 2005
|
9 skref til að koma í veg fyrir kassavandamál áður en þau byrja Þegar kemur að klósettsiðum katta eru forvarnir svo sannarlega mikils virði. Með því að fylgja skrefunum hér að neðan geturðu hjálpað kettingum þínum að þróa jákvæðar kassavenjur frá upphafi. Veldu
kassa sem passar kettinum Fylltu
kassann með réttu magni af sandi Setjið
kassann þar sem hann verður notaður Haldið
umhverfi sandkassans kattarvænu Það þarf fleiri en einn kassa þar sem margir kettir eru á heimilinu. Best er ef hver köttur hefur aðgang að sínum eigin kassa. Tryggið að hver kassi er mokaður daglega. Kynnið
sandkassann fyrir nýjum ketti. Kettir sem búið er að taka úr sambandi eru ekki eins líklegir til að merkja sér svæði með þvagi og kettir sem ekki er búið að taka úr sambandi. Þeir eru heilbrigðari og ólíklegt að þeir fái sjúkdóma sem leggjast á frjóa ketti. Fressköttur sem búið er að taka úr sambandi er svo til lyktarlaus á meðan frjóum fressi fylgir sterk og fráhrindandi lykt. Ef kötturinn þinn hættir að nota sandkassann eða virðist finna til sársauka við kassaferðir hafðu þá samband við dýralækninn þinn. Ef dýralæknirinn útilokar læknisfræðilegar ástæður fyrir því að kötturinn forðast sandinn, þá erum við að fást við hegðunarvandamál og kominn tími til finna leiðir til að koma kettinum aftur í sandkassann. |
Grein
mánaðarins í ágúst 2005
|
Framtíðarkettlingurinn þinn! Þetta er dásamlegur tími. Ræktendur eru vongóðir og hafa háar hugmyndir um þau got sem eru á leiðinni eða til kettlinga sem þegar eru fæddir. Margir ræktendur hafa fengið pantanir um kettlinga í ákveðnum litum eða með ákveðið bröndumunstur. Ræktendurna sjálfa langar að halda draumakettlingnum til að sýna á næstu sýningum Margir eru svo heppnir að finna draumakettlinginn sinn. Aðrir verða fyrir vonbrigðum og verða að breyta sýningar- eða ræktunaráformum fyrir þetta árið. Hér eru nokkur atriði sem geta neytt þig til að breyta áformum þínum: Læðan breimar ekki. Fresskötturinn vill ekki para læðuna. Læðan eða fressinn eru ekki frjó. Eitthvað fer úrskeiðis í meðgöngu eða við fæðingu Kettlingarnir drekka ekki móðurmjólkina Kettlingarnir veikjast og ná ekki að þroskast nógu vel, eða það sem verra er, þeir deyja. Þetta hljómar hræðilega en enn hafa ekki verið taldar upp algengustu ástæður þess að þú færð ekki draumakettlinginn: Þú vilt fá læðu en allir kettlingarnir eru fressar eða að þú þarft að fá fress en allir kettlingarnir eru læður. Þú þráir ákveðinn lit en enginn kettlingur sem fæðist ber þann lit. Kettlingurinn sem er í réttum lit og af réttu kyni er ekki nógu góður fyrir sýniningar og til ræktunar. Sem ræktandi og sýnandi viltu geta breytt ræktunaráformum þínum eins hratt og mögulegt er, en jafnframt ná þeim markmiðum sem þú hefur sett þér. Eftir tímabil þar sem áform þín hafa ekki gengið eftir getur þú orðið örvæntingarfullur en ég mun hér reyna að gefa góð ráð til að bregðast við þessu. Þegar þú gerir áætlanir fyrir framtíðina er það góð hugmynd að ákveða aðeins að halda eftir/kaupa besta kettlinginn sem er á boðstólum. Þú gætir reyndar þurft að ákveða að fá besta kettling af ákveðnum kyni af því að þú þarft fleiri læður fyrir fressinn þitt eða fress fyrir læðurnar þínar. Kröfurnar sem nýr kettlingur verður að uppfylla verða nákvæmari eftir því sem þú ræktar lengur og eftir því sem þú eignast fleiri ketti. Ef ræktunarkettirnir þínir eru almennt séð mjög góðir er í lagi þó nýr köttur standist ekki alveg þær almennu kröfur sem þú gerir, ef hann hefur einkenni sem þú sækist sérstaklega eftir (t.d. fallegur litur, munstur, stærð, feldáferð o.sv.fr.). Áhrif þessa eina kattar á það erfðaefni sem þú ert að vinna með eru ekki mikil, en á sama tíma getur þessi köttur gefið þér möguleika á að vinna áfram með þau einkenni sem þú hefur sérstakan áhuga á að ná fram. Hins vegar er ekki gott val að halda ketti sem hvorki er góður né hefur þau einkenni sem þú vilt ná fram. Einu áfhrifin sem slíkur köttur hefur á erfðaefni ræktunar þinnar eru að minnka gæðin. Það versta sem þú getur gert er að velja kettling sem hefur erfðagalla (holgóma, skottgalla, hjartagalla o.s.frv.) eða persónuleikavandamál (samlagast ekki öðrum köttum eða fólki, er árásargjarn o.s.frv.) sem framtíðar ræktunardýr. Allavega helmingur afkomenda slíks kattar munu erfa vankantana. Kettlingarnir þínir verða ekki eins þróttmiklir og þetta mun jafnvel skaða ímynd þína sem ræktanda. Þó þú viljir halda eftir kettling úr einu af þínum eigin gotum er samt góð hugmynd að fylgjast með gotum hjá ræktendum sem hafa kettlinga af þeim gæðum sem þú sækist eftir. Ef útkoman úr þínu goti af einhverjum ástæðum er ekki sú sem þú vonaðist eftir er alltaf möguleiki að kaupa kettling af öðrum ræktanda. Ef þú ert svo heppin/heppinn að vera ein/einn af þolinmóðu ræktendunum þá er það ekkert vandamál þó að þú finnir ekki draumakettlinginn þinn þetta árið. Þú heldur bara áfram að para og bíður þar til þú finnur kettlinginn sem þú óskar þér og kannski er það besta lausnin? Grein eftir Jette Eva Madsen, þýdd af Vilmu Kristínu Guðjónsdóttir |
Grein
mánaðarins í júlí 2005
|
Að kaupa sigurvegara Ein af spurningunum sem ræktendur heyra hvað oftast er : Hvernig kaupi ég sigurvegara? Frá upphafi voru Norskir skógarkettir taldir vera náttúrukettir sem gátu þvælst lausir um án mikillar umhyggju, feldhirðu eða félagsskapar. Þessi ályktun er ekki lengur sönn, eftir því sem skógarköttum fjölgar á sýningum og samkeppnin eykst. Svarið við spurningunni er einfalt: Þú gerir það ekki!! Það gera sér ekki allir grein fyrir því, að það er allt annað að kaupa sýningarkött en að kaupa fallegan kött með gott skap og ættbók. Sýnendur sem átta sig ekki á þessu lenda í því að kaupa hvern köttinn á fætur öðrum því enginn þeirra stenst væntingarnar! Hvernig vel ég rétta kettlinginn? Sumir ræktendur velja aldrei rétta kettlinginn. Það eru í ekki til réttir kettlingar fyrir þá, því þeir kettingar sem valið stendur um hafa ekki það sem þarf til að gera góðan kött að frábærum sýningarketti. Hverju leita ég að þegar ég vil kaupa sýningarkött? Fyrst þarftu að finna kettling sem þér finnst fallegur. Sumum sýnendum finnst sterkarlegar týpur af skógarköttum fallegri en glæsilegu týpurnar. Dómarar eru eins - sumir þeirra túlka staðalinn á einn hátt, aðrir á annan hátt - þannig er engin leið til að kaupa kettling eins og allir dómarar vilja. Í öðru lagi þarftu að finna kettling sem er í góðu ásigkomulagi. Aldrei kaupa ketling sem er veikur, illa útlítandi eða með mjög þunnan og stuttan feld. Ræktandinn gæti reynt að sannfæra þig um að kettlingurinn hafi bara verið veikur og muni verða mjög stór og fallegur á endanum. Ekki taka þessa áhættu. Kettlingar með þunnan feld og slæma heilsa vinna ekki á sýningum, hversu góðar týpur sem þeir eru. Skoðaðu ættbók kettlingins sem þú hugleiðir að kaupa. Hafa forfeður í fyrsta ættlið (móðir og faðir) háa titla? Ef nánir forfeður hafa háa titla eru meiri líkur á að þú sért að kaupa góðan kött heldur en ef þeir hafa enga titla. Sumir ræktendur segjast ekki vilja sýna þar sem það sé leiðinlegt. Ekki taka mark á svona staðhæfingum. Flestir ræktendur sýna kettina sína, ef þeir telja að þeir eigi möguleika á stigum. Önnur algeng staðhæfing er sú að þessi eða hinn köttur gæti í raun verið vinningshafi en vilji bara ekki fara á sýningar. Þá er kötturinn ekki sýningarköttur því hann er með slæmt skap. Kettir með slæmt skap vinna ekki á sýningum og það sem er áhugavert fyrir þig er að kettlingar undan þeim erfa oft skapið. Ég er búin að kaupa kettling - hvernig nær kötturinn árangri á sýningum? Það er mikilvægt að halda kettlingum í topp standi. Dagleg umhirða og þrifnaður, auk úrvalsfæðis og vítamína skilar sér í topp ástandi kattarins. Ef kötturinn þinn er í skítugu umhverfi og fær lélegt fóður mun hann aldrei ná því takmarki að vera í toppstandi á sýningu. Það er ekki hægt að baða kött daginn fyrir sýningu og búast við að hann líti vel út og ekki hægt að ætlast til að köttur sem þjáist af vítamínskorti hafi fallegan, skínandi feld. Það er jafn mikilvægt að vera í miklum samskiptum við köttinn. Það er ekki hægt að ætlast til að ketti sem haldið er lokuðum inn í litlu herbergi án samskipta við fólk eða aðra ketti verði góður og ljúfur daginn sem þér dettur í hug að fara með hann á sýningu. Þú verður að sjá til þess að kötturinn lifi góðu lífi og fái hæfilegan skammt af áskorunum svo honum leiðist ekki. Ef ketti leiðist er hann ekki upp á sitt besta á sýningum. Ef þú hefur marga ketti verður að tryggja að sýningarkötturinn hafi þægilegt athvarf til að halda góðu geðslagi. Sigurvegarar í dag - eru þeir fullkomnir? Nei! - það eru engir fullkomnir kettir. Það er greinilega refsað strangar fyrir suma galla en aðra. Það breytist frá einum tíma til annars hvaða gallar eru taldir alvarlegastir. Þar að auki eru gallar dæmdir misjafnt eftir löndum. Það er líka mismunandi á milli ræktunarfélaga hvaða gallar eru taldir alvarlegri en aðrir. Ef allir kettir hafa galla hvers vegar virðast sumir fæddir til að vinna? Týpa, ástand, skap og undirbúningur fer stundum saman í frábærum kokteil í einum ketti. Sumir kettir hafa frábært skap, þeir eru sjálfsöruggir og það skín af þeim þegar dáðst er að þeim á sýningum. Þetta eru kettirnir sem vinna. Þeir hafa minniháttar galla sem hverfa í skuggann fyrir persónuleika þeirra og útgeislun! Samantekt Ef þú kaupir góðan kött getur þú gert margt til að tryggja að kettinum þínum gangi vel á sýningum. Leitaðu upplýsinga hjá öðrum skógarkattaeigendum um hvernig sé best að snyrta Norska skógarketti. Spurðu þá sem hafa ketti í frábæru ástandi á sýningum hvaða fóður þeir noti, hvernig aðbúnaður kattanna er og hvernig þeir snyrta þá. Að leggja á sig vinnu til að tryggja toppástand kattarins mun skila sér í fleiri stigum og hærri titlum fyrir köttinn á sýningum. Grein eftir Jette Eva Madsen, þýtt af Vilmu Kristínu Gujónsdóttur |
Grein
mánaðarins í júní 2005
|
Ætti ég að láta köttinn minn eiga kettlinga? Þegar þú kaupir, eða hugsar um að kaupa Norskan skógarkött kemur að því að þú verður að hugsa um það hvernig þú ætlar að bregðast við þörf kattarins til að fjölga sér. Læðueigendur fá oft að heyra þá skoðun að það megi ekki taka læðu úr sambandi fyrr en hún hefur átt að minnsta kosti eitt got. Þetta er gömul hjátrú. Læða sem hefur aldrei átt kettlinga finnst hún ekki vera að missa af neinu þar sem hún veit ekki hvað það er að eiga kettlinga. Það er mikið verra fyrir læðuna að láta hana breima, aftur og aftur, án þess að para hana, eða ef hún eignast kettlinga með húsketti nágrannans án þess að það hafi verið skipulagt og án þess að kettlingarnir séu velkomnir. Annað algengt sjónarmið er það að það sé rangt að gelda fressketti. Það er líka mikill misskilningur. Reglan er sú að geltur fress er sáttari og ánægðari en ógeltur fressköttur. Þar að auki lifir ógeldur fressköttur hættulegra lífi, þar sem líklegra er að hann gleymi að fara varlega ef hann hittir læðu. Hann stefnir beint á læðuna og gleymir hversu hættulegir bílar eru. Ef þú vilt ekki para köttinn þinn er besta niðurstaðan að gelda hann 8 til 14 mánaða, það fer eftir því hversu stór og vel þroskaður hann er. Þú ert hinsvegar í allt annari stöðu ef þú vilt láta köttinn þinn eiga kettlinga, einu sinni eða oftar. Yfirleitt er hægt að leita ráða og fá hjálp frá ræktandanum sem seldi þér köttinn. Það fylgir því mikil ábyrgð að láta köttinn þinn eiga kettlinga. Það getur verið krefjandi - að gefa kettinum rétt fóður, hugsa vel um hann og kettlingana, og læra allt sem þú getur um tegundina. Fyrst þarftu að huga að því hvort kötturinn sé nógu gamall og vel þroskaður áður en hann er paraður. Þetta er stundum mögulegt um 10 mánaða aldur, en yfirleitt ekki fyrr en seinna. Þá þarf að huga vel að fóðri, áður en kettirnir eru paraðir, á meðan á meðgöngu stendur og eftir að kettlingarnir fæðast. Það eru ekki bara læðurnar sem þurfa sérstaka athygli, fresskettir þurfa líka mikla orku í pörunina. Kettirnir þurfa að vera í toppformi og því nærðu með því að gefa gæða fóður og nauðsynleg vítamín. Það er á þína ábyrgð að kettlingarnir, sem þú stuðlaðir að því að fæddust, þróist í góðan kött. Það er líka á þína ábyrgð að finna þeim góð heimili og að stuðla að því að nýir eigendur hugsi að Norskir skógarkettir séu "bestu" hreinræktuðu kettir heims. Það er krefjandi og dýrt en einnig skemmtilegt og fullnægjandi starf að hafa kettlinga, starf sem ekki er hægt að ruppa af á 15 mínútum á dag. Öll got ættu að vera vandlega skipulögð, bæði vegna tímans sem fer í að sinna þeim og einnig vegna peningaútgjaldanna sem óhjákvæmilega fylgja. Grein eftir Jette Eva Madsen - þýdd af Vilmu Kristínu Guðjónsdóttur |
Feldhirða "Við
höfum fengið fregnir af því að nokkrir dómarar
vilji að hárin í vöngunum séu fjarlægð
af sýningarköttum.....það stendur að vísu
ekki beinum orðum í staðlinum að skógarkötturinn
eigi að hafa vangahár, en á ensku er talað um "a
full frill" og á norsku heitir það " kinnskjegg". Þetta
hefur ætíð verið túlkað sem kraginn ásamt
hárunum í vöngunum...Kæru sýnendur ekki
klippa eða fjarlægja hár af köttunum! Það
er skýrt hvernig staðallinn er, dómararnir eiga ekki
að ákveða hvernig hann er. Þeir eiga að túlka
staðalinn, ekki breyta honum!" |
Mismunandi
staðlar skógarkatta
"Í Evrópu er 3 stór kattaræktarfélög sem hafa gefið út staðla fyrir Norska Skógarketti. Þau eru FIFe, sem við hér á Íslandi tilheyrum, GCCF í Bretlandi og WCF í Þýskalandi. Nýlega hafa CFA og TICA líka stofnað klúbba í Evrópu en það eru mjög fáir norskir skógarkettir á skrá þar. Þessi félög starfa aðallega í Bandaríkjunum og Asíu. Líkastir eru staðlarnir hjá FIFe og GCCF, sem kemur sér mjög vel þar sem Bretar kaupa mikið af ræktunardýrum frá Skandinavíu. Bretar virðast samt leggja meiri áherslu á liti, áhuginn á litum með þynningu (blár, krem og blátortie) er mikill. Staðallinn hjá FIFe og WCF var eins þar til fyrir nokkrum árum, en eftir breytingu á FIFe staðlinum hefur komið upp ósamræmi í staðsetningu eyrnanna. Ræktendur norskra skógarkatta hjá FIFe tóku eftir því fyrir nokkrum árum, að skógarkettirnir voru að verða meira fágaðir og sætir á svipinn. Á sama tíma virtust eyrun vera að færast ofar á höfuðið. Þetta varð til þess að staðlinum var breytt til að leggja áherslu á það að Skógarkötturinn á að vera árvökull og eyrun eiga að koma í framhaldi af hliðarlínunum í höfðinu. Eftir þetta hefur verið merkjanlegur munur á staðsetningu eyrna hjá WCF og FIFe. Áherslan hjá WCF virðist einnig vera á fágaða ketti í heildina séð. Þegar við berum saman staðlana hjá FIFe, sem er aðallega í Evrópu, annars vegar og CFA og TICA, sem eru ráðandi í Ameríku og Asíu, hins vegar sjáum við margt sem ber á milli. Reynt hefur verið að útskýra þennan mun, en það verða alltaf bara getgátur. Hér er ein tilraun til útskýringar. Þegar staðall er skrifaður er stuðst við eitthvað þekkt. Þegar FIFe staðallinn var skrifaður var Persastaðalinn hafður til hliðsjónar. Samanborið við persa var skógarkötturinn stór köttur með langan líkama, stór háttsett eyru og háfættir. Þessar athuganir urðu grundvöllur nýja staðalsins. Nokkrum árum seinna þegar skógarkettirnir fóru að berast til Bandaríkjanna vildu ræktendur þar skilgreina þá sem sérstaka tegund með eigin staðal. Í Bandaríkjunum var þá til mjög svipuð hálfsíðhærð tegund, Maine Coon. Þannig að þegar Bandaríkjamenn litu á skógarktöttinn báru þeir hann ósjálfrátt saman við það sem þeir þekktu. Í þeirra augum virtist skógarkötturinn meðalstór, með miðlungseyru staðsett neðarlega á höfðinu. Þannig stöndum við í dag, ræktendur í Evrópu og Bandaríkjunum hafa sitthvora áherslupuntanan og skógarköttum frá FIFe ræktendum gengur illa á sýningum í Bandaríkjunum og öfugt, skógarköttum ræktuðum skv. CFA staðlinum gengur illa á sýningum í Evrópu. Það er von manna að nú þegar CFA og TICA hafa fært út kvíarnar til Evrópu verði það til þess að staðalinn fyrir norska skógarköttinn verði samræmdur." |
Castro
höfðingi er sannur skógarköttur og veiðikló!
Þegar maður er svona duglegur að veiða er um að gera
að sýna "mömmu" herfangið - stoltur trítlar
maður heim á leið með bráðina og reiknar með
að fá eitthvað gott í gogginn í verðlaun
kannski léttsteiktan starra sem maður hefur sjálfur veitt?
"Mamman" var nú ekki alveg jafn ánægð
með Castro höfðingja og hann sjálfur - fjarlægði
líkið - og gaf veiðikettlinum rækjur í staðinn
og tók þessa fínu mynd af honum að þrífa
sig eftir erfiðið !
Castro á fjölbreytta fjölskyldu og frænka hans er hundur! Ja, svona lítill hundur... svona Chihuahua hundur og því mikið minni en Castro. Castro er 8 kíló, stæltur og stæðilegur útiköttur, svona fress sem lætur nú engan vaða yfir sig. Ja, nema kannski Söru frænku - þrátt fyrir að vera tvöfalt stærri hleypur hann eins og lítil mús undur rúm og felur sig þegar Sara frænka mætir á svæðið. En "comon"& - hún er HUNDUR, er það ekki? Kveðja Greta Marín og Björgvinjar-Castro |
|
|
Fréttir frá Gullfoss ræktun að norðan ! Hæ, hæ, það er allta svo gaman að lesa um aðra ketti og fá fréttir, svo að ég ákvað að gera nú eitthvað í því sjálf, því ekki þýðir að bíða alltaf eftir að allir aðrir geri það :) Ég vona að þið fyrirgefið það að þessi grein fjallar ekki "BARA" um Norska skógarketti, þó að sjálfsögðu eru þeir í aðalhlutverki í þessari grein minni. En komum okkur að efninu. Ég á köttinn Blíðu, sem margir kannast við, hún er tortí læða og er orðin svaka stór, enda hætt að stækka, er að verða 4ra ára. Alltaf var hún mjög blíð, en einnig mjög sjálfstæð, eins og tortí eru oft !! Hún er því miður útiköttur, það halda henni engin bönd, ég var búin að reyna allt. Labba með hana í ól, og leyfa henni að vera í ól úti í garði, og áður en maður vissi af, var hún búin að losa sig (á einhvern mjög dulafullan hátt) alveg sama hversu þröng ólin var! Svo jæja, hún fer inn og út og er ábyggilega svakalegur veiðiköttur. Hún hefur átt þrisvar sinnum kettlinga og verið alveg frábær mamma. En eftir síðasta got hélt ég eftir Gullfoss- Silvíu, sem er æðislega góður köttur, mikill leikur í henni, en er svolítið feimin, eins og pabbi hennar, hann Skuggi, en hún lék sér mjög mikið af því að hrekkja mömmu sína, liggja í leyni og stökkva á hana, og Blíða bara þoldi það ekki svo að á endanum hvæsir hún bara á hana ef hún sér hana nálgast og er farin að láta eins og versti villiköttur !! Mér þykir þetta alveg ferlega svekkjandi. Silvía litla er algjör innikisa, hún þorir ekki út sem betur fer. Svo að greyið beið allan daginn eftir að mamma kæmi heim að leika, en þá kom þessi líka svaka Tortí-frekja og hvæsti og urraði á hana L Þetta er búið að vera frekar leiðinlegur tími. Svo kemur nú fréttin !! Ég fékk mér hund, já hund á heimilið !! Papillon, sem er smáhundur, verður um 5 kg. þegar hann er orðinn fullvaxinn! Hann er æðislegur, og besta við þetta er að hann og Silvía elska hvort annað :) Þau leika sér allan daginn og vilja alltaf vera saman, svo að Silvía er búin að eignast vin! Þetta er karlhundur, hreinræktaður og við köllum hann Kobba. Þau eru bara bæði svo elskuleg, að ég get tekið loðhamsturinn minn út úr búrinu og þú sleikja hann og þvo honum til skiptis, svo þykur Kobba æðislegt að fá hamstramat !! Humm, já hundar éta nánast allt. Í eitt skiptið var Silvía að þvo hamstrinum og gerði það heldur betur vel, því að hann hreynlega tókst á loft á tungunni hennar, en hún var ekki að reyna að næla sér í bita. Ætli ég hafi ekki fallið svona fyrir Papillon, af því að hann minnir mig svo mikið á NFO, þeir verða ekki svo stórir, gelta nánast ekki neitt. Elska alla !! Gott að hafa þá með börnum, og eru alltaf í góðu skapi. Frábær tegund. Verða með síð hár lafandi út úr eyrunum þegar þeir verða fullorðnir, og eru með loðið skott, og loðnar stuttbuxur, já, ég veit, minna mikið á NFO :) En nú er ég í smá vandræðum, humm, humm, Silvía er rétt rúmlega 7 mánaða og er byrjuð að breima á fullu, og viti menn, hún vill náttúrulega Kobba !!! Og hann hagar sér alveg eins og högni, ræðst á hnakkan á henni og þið vitið, humm, humm. Má ekki !!! Ég þarf eiginlega að spyrja dýralækni um þetta, en hvolpurinn er ábyggilega ekki reiðubúinn sem slíkur, og ekki er gott að banna honum að gera þetta, því að þá heldur hann að hann megi ekki gera þetta, þegar honum er ætlað að fara á tík, ekki satt ?? En maður getur nú ekki annað en hlegið að þessari vitleysu,,,,, köttur og hundur in love :) :) Ég ætla á sýninguna með gellurnar tvær, en ég verð að segja að ég er mjög stressuð að fara með Blíðu, þar sem hún urrar á allt og alla. Nú ef hún verður brjáluð, þá verður þetta hennar síðasta sýning. Hún er þegar orðin CH. og mér finnst það bara fínt. Og það munu loksins koma slatti af afkvæmum frá henni og Skugga, þannig að loksins fæ ég að vita hvernig ræktunin hefur gengið hjá okkur :). Vonandi sjáumst við sem flest og hress á næstu sýningu. Kveðja frá Freyju, Blíðu skessu, Gullfoss-Silvíu og Kobba krútt.
|
![]() |
Hæ, ég heiti Blámi eins og þið vitið kannski. Ég er núna lítill engill í himnaríki. Hér uppi er mjög gaman ég hitti marga góða vini eins og sum systkini mín. Hér er líka hún Mína sem er dóttir Oddnýjar. (Oddný er systir mín og köttur sem ég bjó með.) Ég dó úr nýrnaveiki. Það var ekki mjög gott að deyja. Seinustu klukkustundirnar voru ekki góðar. Mér leið alls ekki vel. Ég var alveg rosalega kvalinn. En ég vildi að ég hefði aldrei veikst og að einhver hefði fattað þetta fyrr svo að hægt hefði verið að lækna mig. En hér á himnaríki er yndislegt. Hér eru fallegir grænir dalir og margar ár sem streyma í gegnum. Hér eru líka allir svo góðir vinir. Það er alveg rosalega gaman að leika sér við alla gömlu góðu vinina! Við fáum nóg að borða og við höfum allt sem við höfum óskað okkur. Besti vinur minn hann Pascal er hérna hjá mér. Við erum alltaf saman. Við erum bræður. Hann týndist og dó þannig. Hann segist ekki muna hvernig hann dó en minnir að hann hafi orðið fyrir bíl. Heima var alltaf gaman. Oddný var alltaf svo góð við mig. Hún var besta systir í heimi. Núna er hún alein. En samt er hún heppin því að hún hefur góða fjölskyldu sem er alltaf hjá henni. Jæja, núna verð ég eiginlega að fara að hætta. Það er alveg að fara að koma matur hjá mér. Verið þið sæl, bless, bless. Blámi. |
|
Þar sem ég er eini ræktandi NFO á norðurlandi, datt mér í hug að kynna þessa yndislegu tegund katta fyrir norðlendingum! Ég fékk þá í lið með mér í Dýraríkinu sem er staðsett í Blómavalshúsinu og þar er oftar en ekki margt um manninn. Ég var með alla kettina mína 6 sem ég á eins og er því 4 af þeim eru kettlingar sem læðan mín hún Blíða átti á aðfangadag. Að sjálfsögðu fékk hálfbróðir þeirra að koma með, hann Gullfoss-Þór sem vakti að vonum mikla athygli fyrir mikið rólyndisskap og stærð þó hann sé rétt orðinn 1 árs. Fólk átti bágt með að trúa því að hann væri ekki fullvaxinn, og hversu svakaleg kelirófa hann væri þó hann liti út eins og ljón. Nú eru kettlingarnir 5 vikna og þeir
sem hafa verið með got vita hversu skemmtilegur aldur það
er og hvað þeir eru miklar dúllur. Fólk
var dáleitt af þeim og hversu óstressuð
þessi tegund er. En hvað um það, norðlendingar tóku kisunum fagnandi og fannst þær æðislegar en í framhaldinu vonast ég innilega til þess að þeir taki við sér og kaupi sér NFO. Hvort sem er sem gæludýr eða til ræktunar, svo að ég og mínar kisur fái félagsskap að sama marki og þið fyrir sunnan. PS. Það var svo mikið að gera hjá mér á sýningunni að ég gleymdi næstum því að taka myndir, þannig að ég rétt smellti örfáum áður en ég stakk þeim í búrið og hljóp með kettina út. Freyja Axelsdóttir 2005 |
![]() |
Fáviska á fullri ferð! Því miður er það enn alltof algengt að auglýstir séu til sölu/gefins "Norskir skógarkettir" í dagblöðunum. Þarna á ég við síðhærða húsketti, sem hafa engar ættbækur og ekki einu sinni hreinræktaða foreldra. Þegar spurst er fyrir um þessa ketti koma oft hin furðulegustu svör. Til dæmis: "Nei, hann hefur ekki ættbók en hann hefur útlitið", "Mamman strauk af Norskum togara", "Mamman er síðhærð, pabbinn óþekktur...". Þarna er auðvitað um að ræða fávisku yfirleitt. Eigendur hreinræktaðra Norskra skógarkatta verða að taka höndum saman og vinna að því að greina frá hinu rétta. Norskur skógarköttur er köttur af sérstakri tegund, hreinræktaðir Norskir skógarkettir hafa ættbók frá ræktunarfélagi, það að köttur hafi einhver einkenni Norskra skógarkatta gera hann ekki að skógarketti, Norskir skógarkettir verða að eiga tvo foreldra sem eru báðir Norskir skógarkettir (ekki má rækta Norska skógarketti með öðrum tegundum). En þó yfirleitt sé um að kenna fávisku er stundum um að ræða hrein svik. Sérstaklega eru til staðar "ræktendur" sem stunda að selja "Norska skógarketti" með vægast sagt vafasama fortíð... Oft fást svör frá þessum "ræktendum" eins og það þarf enga ættbók, ræktunarfélög eru bara peningaplokk, það er alveg hægt að fara með þá á sýningu... Bendum fólki á það að ef það hefur áhuga á að eignast ekta Norskan skógarkött þarf að leita til ræktanda sem er í ræktunarfélagi, kettinum þarf að fylgja ættbók og heilsufarsskírteini. Á þessari heimasíðu er hægt að finna hreinræktaða Norska skógarketti sem eru til sölu, því er tilvalið að benda fólki á að fylgjast með kettlingasíðunni hér. Vilma Kristín, 14.06.2000 |
![]() ![]() |
Sýningarraunir
|
![]() |
Góðir
vinir! Myndin hér til hliðar sýnir Norska skógarköttinn Vetrarheims Kristu "kyssa" persann Leó. Á þessari mynd er hægt að sjá svo ekki verði um villst hversu ólíkar þessar tegundir eru í raun. Sendandi : Jóhann & Jóhanna, eigendur Kristu |
Pörunarraunir
|
|
Kveðja frá Akureyri:![]() |
|
Endurfundir: |
© Skógarkattaklúbbur Íslands